Viltu gerast sjóðfélagi?
Það er einfalt að gerast sjóðfélagi hjá SL. Ef þú ert sjálfstætt starfandi, þarftu bara að hefja greiðslu og senda upplýsingar um skilin til sjóðsins t.d. á sl@sl.is Ef þú ert launþegi, er nóg að óska við eftir því við vinnuveitanda um að greiða í sjóðinn og hann sendir upplýsingar til okkar. Viljir þú einnig greiða í séreign þá þarft þú að fylla inn umsókn og við sendum þér til baka undirritaðan samning. Vinnuveitandi dregur iðgjöldin af launum fyrir skatt. Vinnuveitandi þinn (eða þú, ef þú ert sjálfstætt starfandi) ber ábyrgð á því að tryggja að iðgjöldin þín berist til sjóðsins sem og að greiða mótframlag og við það myndast réttindi þín hjá sjóðnum. Viljir þú sjá hvaða réttindi þú hefur áunnið þér geturðu skráð þig inn á sjóðfélagavef SL með rafrænum skilríkjum. Þú getur líka haft samband við okkur á skrifstofu SL lífeyrissjóðs og kannað stöðuna.
SL lífeyrissjóður er sjálfstæður lífeyrissjóður sem er opinn öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign og starfar ekki í tengslum við nein stéttarfélög eða fjármálafyrirtæki. Það þýðir að engir aðrir hagsmunir ráða för en að reka sjóðinn eins og við best getum með hagsmuni sjóðfélaga að leiðarljósi.
Starfsemi SL lífeyrissjóðs skiptist í þrjár deildir; samtryggingardeild, tilgreinda séreignardeild og séreignardeild. Með aðild að sjóðnum ávinnur þú þér rétt til ævilangs lífeyris við starfslok í hlutfalli við greiðslu þína til sjóðsins ásamt réttar til örorku- maka og barnalífeyris.
Besta langtímaávöxtun sameignarsjóðs
SL lífeyrissjóður hefur náð einstökum árangri í langtímaávöxtun sameignarsjóðs og fékk verðlaun árið 2018 fyrir hæstu ávöxtun á 20 ára tímabili* (*úttekt Verdicta). Meðalraunávöxtun síðustu 20 ára er 4,8% sem er með hæstu ávöxtun yfir lengri tíma hjá íslenskum lífeyrissjóðum (2003-2023).
Hagstæð húsnæðislán
SL lífeyrissjóður býður upp á hagstæð húsnæðislán með allt að 75% veðhlutfalli og er þannig í fremstu röð lífeyrissjóða.
Alþjóðlegar vottanir - SL í fararbroddi
SL lífeyrissjóður hlaut ISO 27001 staðalinn fyrstur íslenskra lífeyrissjóða. ISO 27001 staðall snýr að upplýsingaöryggi.
SL lífeyrissjóðu er eini íslenski lífeyrissjóðurinn sem hefur hlotið alþjóðlega vottun BSI á Íslandi samkvæmt ISO 14001:2015 umhverfisstaðlinum sem er alþjóðlega viðurkennd vottun fyrir þau fyrirtæki sem setja umhverfismál í öndvegi.