Réttindi barna og lífeyrir

Barnalífeyrir greiðist við andlát foreldris/forráðamanns, vegna barna ásamt fóstur- og stjúpbörnum þar til þau eru 19 ára. Réttur til barnalífeyris úr lífeyrissjóði er einnig til staðar hafi foreldri/forráðamaður orðið fyrir orkutapi og sé á örorkulífeyri.

Fósturbörn og stjúpbörn sem sjóðfélagi hefur framfært að mestu eða öllu leyti, eiga rétt á barnalífeyri eins og ef um börn eða kjörbörn væri að ræða.

Skilyrði fyrir greiðslu barnalífeyris eru að foreldri/forráðamaður hafi greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum eða notið úr honum eftirlauna- eða örorkulífeyris við andlátið.

Barnalífeyrir er greiddur framfæranda barns, en fullur barnalífeyrir vegna fráfalls foreldris/forráðamanns er kr. 26.187 á mánuði, sem greiðist ef greiðist ef árlegur iðgjaldastofn er a.m.k. kr. 1.316.956. 

Sé iðgjaldastofninn lægri, lækkar barnalífeyrir frá sjóðnum hlutfallslega og fellur niður hafi stofninn svarað til minna en helmings þessarar fjárhæðar.

Sækja um barnalífeyri

Samþykktir sjóðsins 13. gr.

Skattlagning lífeyrisgreiðslna       Örorkulífeyrir

Spurt og svarað

Foreldri/forráðamaður þarf að hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k. 24 mánuði á undanfarandi 36 mánuðum eða notið úr honum eftirlauna- eða örorkulífeyris við andlátið.

Börn, fóstur- og stjúpbörn eiga rétt á lífeyri úr sjóðnum til 19 ára aldurs.

Fullur barnalífeyrir vegna fráfalls foreldris/forráðamanns er kr. 9.903 á mánuði.

Fullur barnalífeyrir greiðist ef árlegur iðgjaldastofn er a.m.k. kr. 500.000.

Sé iðgjaldastofninn lægri, lækkar barnalífeyrir frá sjóðnum hlutfallslega og fellur niður hafi stofninn svarað til minna en helmings þessarar fjárhæðar.

Barnalífeyrir greiðist framfæranda barnsins.