Ein besta langtímaávöxtunin
SL lífeyrissjóður er varfærinn fjárfestir sem hefur það að markmiði að hámarka lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga sinna og tryggja þeim bestu lífeyrisréttindi sem kostur er á með ávöxtun iðgjalda og eigna, áhættustýringu og hagkvæmum rekstri. Sjóðurinn hefur náð einstökum árangri í langtímaávöxtun og hefur um árabil verið í fremstu röð þegar kemur að ávöxtun sameignarsjóðs til lengri tíma.
Markaðsaðstæður árið 2023 voru frekar krefjandi fram af ári en góður síðasti ársfjórðungur skilaði ágætri niðurstöðu fyrir árið. Nafnávöxtun sjóðsins var jákvæð um 10,7% árið 2023 en hrein raunávöxtun var jákvæð um 2,5%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 5 ára er 5,1%, meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 10 ára er 4,6% og til 20 ára er meðaltalið 4,4%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar til 20 ára er með því besta sem gerist hjá íslenskum lífeyrissjóðum og er því vel yfir því 3,5% ávöxtunarviðmiði umfram vísitölu neysluverðs sem miðað er við í tryggingafræðilegum uppgjörum lífeyrissjóða.
SL hefur aldrei þurft að skerða lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga.