Starfsemi SL lífeyrssjóðs skiptist í þrjár deildir. Samtryggingardeild, tilgreinda séreignardeild og séreignardeild. Til samtryggingardeildar greiða sjóðfélagar að lágmarki 4% og 8% eða samtals 12% iðgjöld. Þau iðgjöld mynda dýrmæt réttindi til elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris. Í tilgreinda séreignardeild er hægt að greiða allt að 3,5% frá (tekur af fullu gildi 1. júlí 2018) byggt á kjara- eða ráðningarsamningi. Sé sjóðnum ekki sérstaklega tilkynnt um annað mynda iðgjöld sem gætu farið í tilgreinda séreign réttindi í samtryggingardeild. Þessu til viðbótar býður sjóðurinn öllum sem það kjósa að greiða viðbótarframlag til sjóðsins. Bæði tilgreinda séreignin og viðbótarframlagið renna inn á sérreikning hvers og eins og mynda persónulega peningalega eign hjá hverjum sjóðfélaga og er góður viðbótargrunnur við trausta samtryggingardeild sjóðsins.
Bæði tilgreinda séreignin og viðbótarframlagið er bundið ákveðnum skilyrðum varðandi útgreiðslu. Nú er heimilt að leggja 4% til viðbótar lögbundnu 4% framlagi til lífeyrissjóðs af launum og njóta skattfrelsis. Kjósi sjóðfélagar að auka lífeyrisparnað sinn með viðbótarframlagi fylgja almennt viðbótargreiðslur með frá vinnuveitanda. Að auka lífeyrisparnað sinn umfram lögbundin iðgjöld (12%) er því kostur sem enginn ætti að sleppa.