Séreignaleiðir

Sjóðurinn býður upp á tvær séreignaleiðir. Sjóðfélagar geta valið sér leið eftir eigin hentugleika. Það er ávallt hægt að flytja fjármuni á milli leiða sjóðfélögum að kostnaðarlausu.

Söfnunarleið I

Söfnunarleið I er innlánsreikningur sem er hentug leið fyrir þá sem eru að taka út lífeyri, eiga stutt í töku hans og þá sem kjósa litla áhættu. Söfnunarleið I er með hæstu mögulega innlánsvexti hvers tíma.

Söfnunarleið II

Söfnunarleið II er þannig að fjárfest er að jafnaði 80% í skuldabréfum og 20% í erlendum verðbréfum. Lægst getur hluti skuldarbréfa orðið 70%. Ávöxtun leiðar II sveiflast nokkuð frá einum tíma til annars en á að skila hærri ávöxtun til lengri tíma litið, heldur en t.a.m. leið I.
Verðbréfasafn Söfnunarleið I Söfnunarleið II
Sveiflur í ávöxtu Óverulegar Nokkrar
Hentar Þeim sem eru að taka lífeyri, eiga stutt í lífeyrisaldur eða vilja taka litla áhættu. Þeim sem vilja taka nokkra áhættu
Fjárfestingarstefna
Innlánsreikningur 100%
Skuldabréf 80%
Innlend hlutabréf 0%
Erlend verðbréf 20%Ávöxtun séreignaleiða má sjá hér.

Um sjóðinn

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er lífeyrissjóður ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Hann er sjálfstæður lífeyrissjóður sem ekki starfar í tengslum við stéttarfélag.

Skrifstofan

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 16
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
Borgartún 29, 105 Reykjavík
  • KT: 450181-0489 | Banki: 101-26-19050
  • Sími: 510 7400 | Fax: 510 7401
  • Tölvupóstur: sl[hjá]sl.is
Númer samtryggingardeildar er: L015
Númer séreignardeildar er: X016
Númer endurhæfingasjóðs er: R015

Finndu okkur!