Réttur til töku ellilífeyris hefst þegar sjóðfélagi er 67 ára. Heimilt er að hefja töku ellilífeyris 65 ára með skerðingu. Einnig er heimilt að fresta töku lífeyris til 70 ára.
Ellilífeyrir skal borgaður út mánaðarlega í samræmi við rétt þann er sjóðfélagi hefur áunnið sér.
Við útreikning réttinda er miðað við að taka ellilífeyris hefjist við 67 ára aldur. Heimilt er að fresta tökunni til 70 ára aldurs og hækka þá réttindin fyrir hvern mánuð sem frestað er. Á sama hátt er heimilt að flýta töku lífeyris til allt að 65 ára aldurs og lækka þá réttindin fyrir hvern mánuð sem lífeyristökunni er flýtt.
Sjá nánari útreikning með reiknivélinni. Sækja um ellilífeyri rafrænt. Sækja um ellilífeyri með útprentun.
Nánar