05. janúar 2016

Vextir lækka og óverðtryggð lán í boði

Stjórn Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda hefur ákveðið að breyta lánareglum sjóðfélagalána og lækka vexti, sjóðfélögum til hagsbóta. Tekur breytingin gildi frá og með deginum í dag. Nú stendur sjóðfélögum til boða að taka óverðtryggð lán, vextir nýrra verðtryggðra lána með föstum vöxtum lækka í 3,55% og vextir lána með breytilegum vöxtum lækka í 3,15%. Jafnframt býður sjóðurinn upp á blönduð lán á mjög hagstæðum kjörum en hægt er að blanda saman verðtryggðum og óverðtryggðum lánum. Til viðbótar hafa veðhlutföll verið rýmkuð. Þessa möguleika eiga 140 þúsund sjóðfélagar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda kost á að nýta sér.

Veðhlutfall óverðtryggðra lána getur orðið allt að 75% af kaupverði fasteignar byggt á nýlegum kaupsamningi samkvæmt nýju lánareglunum. Nýju reglurnar gera einnig ráð fyrir að miða megi við allt að 100% af brunabótamati. Hægt er að taka verðtryggð sem óverðtryggð lán til 40 ára og er lánsfjárhæð ótakmörkuð meðan veðrými leyfir.

Breytilegir óverðtryggðir nafnvextir eru nú 6,46% og eru þeir festir í tvö ár í senn. Að þeim tíma liðnum geta sjóðfélagar valið um sömu skilmála eða breytt lánum sínum í verðtryggð lán án lántökukostnaðar. Sjóðurinn tekur ekkert uppgreiðslugjald og er alltaf hægt að greiða inn á lánin annað hvort að hluta eða fullu.

Með þessum breytingum á lánareglum sem og lækkun vaxta verðtryggðra lána með föstum vöxtum í 3,55% og lækkun vaxta verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum í 3,15% er verið að stuðla að því að sjóðfélagar Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda njóti eins mikils sveigjanleika og hægt er þegar kemur af lánveitingum sjóðsins. Með þeim vöxtum sem sjóðurinn býður upp á vegna lánveitinga til sjóðfélaga bæði verðtryggðra sem óverðtryggðra, er sjóðurinn að tryggja sjóðfélögum sínum ein þau allra hagstæðustu kjör sem bjóðast nú á lánum til íbúðarkaupa.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.des. 2020

Afgreiðsla SL lífeyrissjóðs um hátíðarnar 2020

Lokað er fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs áfram en þjónusta er veitt gegnum síma og með töluvpósti á...
Lesa meira
Sjá allar fréttir