12. október 2015

Yfirlit send út til sjóðfélaga

Nú hafa yfirlit til virkra sjóðfélaga verið póstlögð. Send eru yfirlit til allra sem greitt hafa iðgjöld á tímabilinu mars til og með september 2015.

Á yfirlitinu koma fram skil iðgjalda sjóðfélaga og réttindi hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda. Bæði eru send út yfirlit vegna samtryggingardeildar sjóðsins sem og séreignardeildar.

Mjög mikilvægt er að bera saman yfirlit við launaseðla og sjá hvort örugglega ekki öll iðgjöld hafa skilað sér.

Berist ekki yfirlit til sjóðfélaga sem telur sig hafa greitt til sjóðsins á þessum tíma þá er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við sjóðinn annað hvort í gegnum tölvupóstfang sl hjá sl.is eða með því að hafa samband símleiðis.

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.des. 2020

Afgreiðsla SL lífeyrissjóðs um hátíðarnar 2020

Lokað er fyrir allar heimsóknir á skrifstofu SL lífeyrissjóðs áfram en þjónusta er veitt gegnum síma og með töluvpósti á...
Lesa meira
Sjá allar fréttir