27. apríl 2010

Afkoma 2009

Nú liggur fyrir uppgjör Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda miðað við 31.12.2009. Eignir eru færðar niður til að mæta mögulegum töpum framtíðar. Hrein eign til greiðslu lífeyris er í árslok 67,2 milljarðar króna og óx um 9,4 milljarða króna eða um 16,3% frá fyrra ári. Iðgjöld vaxa um 6,3% og námu 3,0 milljörðum króna. Lífeyrisgreiðslur jukust um 35,8% og námu 990 milljónum króna. Mest jukust greiðslur vegna ellilífeyris eða um 34,9% og námu 682 milljónum króna. Hlutfall ellilífeyris fer áfram vaxandi sem hlutfall af heildarlífeyrisgreiðslum sjóðsins. Afkoma sjóðsins var þannig að hrein nafnávöxtun nam 12,7% og hrein raunávöxtun 3,8%. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 5 ár er 2,8% og síðastliðin 10 ár 3,3%.

Rekstarkostnaður sjóðsins nam 0,13% af eignum árið 2009. Eignasamsetning sjóðsins í árslok 2009 er þannig að innlend hlutabréf námu 1%, erlend verðbréf námu 26% og innlend skuldabréf námu 73% eigna.

Tryggingafræðileg staða sjóðsins er þannig að sjóðurinn stendur svo til að fullu undir skuldbindingum sínum. Staða sjóðsins er þannig að eignir umfram skuldbindingar eru neikvæðar um 3,8%. Með tilliti til þess mun ekki koma til skerðinga á áunnum lífeyrisréttindum eða lífeyrisgreiðslum sjóðsins.

Séreignardeild sjóðsins skilaði ávöxtun í samræmi við markaðsaðstæður. Tvær leiðir eru í gangi Söfnunarleið I sem er innlánsreikningur og Söfnunarleið II. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I var 15,7% og raunávöxtun 6,8%. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem er blandað safn verðbréfa var 13,8% og raunávöxtun 4,7%. Hrein eign beggja séreignarleiða í árlok 2009 nam 491,1 milljónum króna. Eignir vaxa um 14% frá fyrra ári.

Smellið HÉR til að sjá yfirlit yfir afkomu

Fleiri fréttir

Sjá allar fréttir
Mynd með frétt
22.apr. 2024

Útsending yfirlita til sjóðfélaga

Þann 15. apríl sl. voru yfirlit sjóðfélaga birt á Ísland.is og á sjóðfélagavef SL sem má finnu undir þjónustuvefir.
Lesa meira
Sjá allar fréttir