27. október 2009

Sjóðfélagalán – greiðslujöfnun

Þann 23. október sl. voru samþykkt lög um greiðslujöfnun veðskulda þ.m.t. lífeyrissjóðslána. Lagabreytingin felur einnig í sér að öll sjóðfélagalán Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda sem eru í skilum fara sjálfkrafa í greiðslujöfnun frá og með gjalddaga í desember nema lántaki sæki sérstaklega um að greiða áfram í samræmi við upphaflega skilmála veðskuldabréfsins. Tilkynning um það þarf að berast Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda eigi síðar en 20. nóvember. Mun sjóðurinn senda greiðendum sérstakt bréf á næstu dögum vegna þessa. Bent skal á að þótt lán sé komið í greiðslujöfnun getur lántaki hvenær sem er sagt sig frá henni með tilkynningu til sjóðsins sem þarf að berast í síðasta lagi 10 dögum fyrir næsta gjalddaga lánsins.

Hjálagt eru tenglar sem veita frekari upplýsingar um málið.

www.island.is/endurreisn/heimili-einstaklingar/fjarmal/bodadar-adgerdir-vegna-skuldavanda-heimilanna