buy Instagram likes
escort antalya
agri escort elazig escort
bahis siteleri
25 október, 2012 14:31

Að undanförnu hefur Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda farið yfir og metið hvort sjóðurinn eigi að fjárfesta í hlutabréfum  Eimskipafélags Íslands hf.,  í  hlutafjárútboði félagsins sem nú stendur yfir.  Sjóðurinn metur fyrirtækið sem áhugaverðan fjárfestingarkost með traustan rekstur og efnahag.  Hins vegar liggur fyrir það mat sjóðsins að verð hlutabréfanna í útboðinu  sé of hátt og einnig eru starfskjör lykilstjórnenda ekki í neinu samræmi við það sem eðlilegt getur talist.  Af þeim ástæðum er það mat sjóðsins að taka ekki þátt í útboði félagins.  Það er því bæði af fjárhagslegum sem og siðferðilegum ástæðum að stjórn sjóðsins ákvað að taka ekki þátt í útboðinu.

Um sjóðinn

SL lífeyrissjóður er lífeyrissjóður ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum sem eiga ekki sjálfsagða aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Hann er sjálfstæður lífeyrissjóður sem ekki starfar í tengslum við stéttarfélag.

Skrifstofan

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 16
SL lífeyrissjóður
Borgartún 29, 105 Reykjavík
  • KT: 450181-0489 | Banki: 101-26-19050
  • Sími: 510 7400 | Fax: 510 7401
  • Tölvupóstur: sl[hjá]sl.is
Númer samtryggingardeildar er: L015
Númer séreignardeildar er: X016
Númer endurhæfingasjóðs er: R015

Finndu okkur!